28.03.1966
Neðri deild: 60. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 830 í B-deild Alþingistíðinda. (686)

135. mál, mat á sláturafurðum

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. landbn. fyrir það, að hún hefur afgreitt þetta mál fljótt, og einnig ekki síður fyrir það, að hún er sammála. Þessar 4 brtt., sem hv. frsm. var að lýsa, það er kannske vafasamt. að þær séu til bóta. Ég er ekkert sannfærður um það, en mér sýnist, að þær spilli málinu alls ekki, og kannske eru þær til bóta, og tilgangi frv. er alyeg náð, þótt þær verði felldar inn í frv. Ég get þess vegna greitt atkv. með þessum brtt. og tel það mikinn ávinning, ef frv. getur orðið að l. á þessu þingi með þeim breytingum, sem til eru lagðar.