29.03.1966
Neðri deild: 61. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 830 í B-deild Alþingistíðinda. (688)

135. mál, mat á sláturafurðum

Ragnar Jónsson:

Herra forseti. Ég vildi leyfa mér að gera aths. við 4. gr., en þar stendur í síðustu mgr.: „Héraðsdýralæknir skal leitast við að framkvæma skoðun á slátur- og frystihúsum á þeim tíma, sem gefur nægan frest til úrbóta, ef þörf krefur, fyrir næstu sláturtíð.“ Það eru þessi orð „leitast við að“, ég hefði viljað leggja til, að þau yrðu felld í burtu og það stæði aðeins „skal framkvæma skoðun á slátur- og frystihúsum“. Ég hef ekki haft tækifæri til þess að leggja fram brtt., en ég vænti þess, herra forseti, að ég megi gera það nú.