23.02.1966
Sameinað þing: 28. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 918 í B-deild Alþingistíðinda. (864)

114. mál, fjáraukalög 1964

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Með frv. þessu er lagt til, að aflað sé viðbótarheimilda fyrir umframgjöldum þeim, er urðu hjá ríkissjóði 1964, í samræmi við niðurstöður ríkisreiknings, en frv. til staðfestingar á ríkisreikningi hefur einnig verið lagt fyrir hið háa Alþ. Ég hef áður í sambandi við meðferð fjárlagafrv. fyrir 1966 gert ýtarlega grein fyrir afkomu ríkissjóðs 1964 og sé því ekki ástæðu til þess að ræða sérstaklega þetta frv., en vil leyfa mér að leggja til. að frv, verði að lokinni umr. vísað til 2. umr. og hv. fjvn.