14.12.1965
Efri deild: 27. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 246 í B-deild Alþingistíðinda. (93)

2. mál, gjaldaviðauki

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er gamall kunningi í þessari hv. d. Gjaldaviðaukar þeir, sem þar er um að ræða, hafa um alllangt skeið verið framlengdir frá ári til árs. Haustið 1959 eða á fyrsta þinginu, sem samvinna þeirra flokka, er styðja núverandi hæstv. ríkisstj., hófst, var sú breyting gerð á í vinnuhagræðingarskyni, að þessum mismunandi frv. var þá steypt saman í eitt frv. Þessu var að vísu misjafnlega tekið, og hlaut frv. þá nafnið „bandormurinn“, a. m. k. þegar um það var rætt í hliðarherbergjum þingsálanna. Síðan hafa ýmsir þeir liðir, sem mestum ágreiningi öllu, verið felldir niður úr frv., þannig að á síðustu árum hefur ekki verið um það teljandi ágreiningur, og svo hefur farið í meðförum þingsins að þessu sinni, sem m.a. má sjá af nál. fjhn. á þskj. 170, en þar leggur n. einróma til, að það verði samþ. óbreytt.