22.04.1966
Efri deild: 67. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 1015 í B-deild Alþingistíðinda. (945)

187. mál, lántaka vegna framkvæmdaáætlunar 1966

Frsm. (Þorvaldur G. Kristjánsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur tekið mál það, sem hér liggur fyrir, til athugunar og mælir með samþykkt frv. Tveir nm., Helgi Bergs og Jón Þorsteinsson, voru fjarstaddir, þegar málið var afgr. og tveir nm. hafa skrifað undir nál. með fyrirvara, hv. 4. þm. Norðurl. v. og hv. 4. þm. Norðurl. e.

Í frv. því, sem hér er lagt fram, er heimildar óskað til að taka lán að upphæð um 178.7 millj. kr. vegna framkvæmdaáætlunar ársins 1966. Hæstv. fjmrh. skýrði, í hverju þessar lánsheimildir væru fólgnar og til hvers þetta fjármagn á að ganga, og sé ég ekki ástæðu til að fara að endurtaka neitt hér af því, sem hæstv. ráðh. gerði grein fyrir við 1. umr. málsins.