29.04.1966
Neðri deild: 81. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 1017 í B-deild Alþingistíðinda. (953)

187. mál, lántaka vegna framkvæmdaáætlunar 1966

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins láta þá skoðun mína í ljós í sambandi við þetta frv., að ég tel þessa leið, sem nú er farið inn á, að gefa raunverulega hæstv. fjmrh heimild til þess að taka lán með þeim skuldbindingum að hafa verðtryggingu á þessu, sama sem gengistryggingu, vísitölutryggingu, og þar að auki vexti og afborgunartíma, eftir því se honum þóknast, — ég álít þetta alveg ófæra leið. Það er það, sem þingin yfirleitt hafa erið að berjast út af, þegar þau hafa átt áður fyrr í sinni baráttu við ríkisstj. og konungsvald, að þau hafi réttinn í sambandi við fjárveitingar og þar með í sambandi við þær skuldbindingar, sem ríkið tekur á sig. Með því að gera þetta svona óákveðið, í fyrsta lagi að hafa þetta í algerum tengslum, þannig að þetta sé allt saman eins og útlend lán og þar með gengistryggð, í öðru lagi varðandi vexti og afborgunartíma, þá er vald ráðh. of mikið. Þetta er en inn frá gangur, þetta er engin vinna af hálfu Alþingis að ganga svona frá málunum. Ég vil bara láta þetta í ljós, af því að ég álít, að þetta sé óhæf afgreiðsla.

Það er vafalaust ágætt mál, sem hér er verið að vinna að með þessu, en svona eiga þing ekki að afgreiða sín lög, og einn ráðh. á að venja sig á það að koma fram með, hvaða vexti hann ætlar að borga, til hvað langs tíma þetta á að vera. Við eigum ekki að taka lán til hafnaeða vegaframkvæmda til þess að taka það í dollurum og eiga að greiða það kannske eftir 10—20 ár með svo og svo háum vöxtum og með margföldu verði þá, þegar gengið er fallið. Þetta er ekki hægt. Þjóð, sem lifir annað eins góðæri og okkar þjóð núna, á að hafa peninga, taka þá þar sem hægt er að taka þá, til þess að vinna þau verk, sem þarf að vinna þann daginn, en ekki taka svona lán upp á framtíðina. Það kann að þykja íhaldssemi, en mér finnst þetta vera hlutur, sem þurfi að koma greinilega fram. Svona á ekki að stjórna.