18.04.1967
Neðri deild: 72. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1176 í B-deild Alþingistíðinda. (1005)

183. mál, kjarasamningar opinberra starfsmanna

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Mér láðist í ræðu minni hér áðan að geta þess, að við afgreiðslu þessa máls barst fjhn. þessarar d. erindi frá BHM, en einmitt á þeim forsendum, sem hæstv. forsrh. gat um hér áðan, að hér væri frv., sem væri samkomulagsatriði milli ríkisstj. og BSRB annars vegar og þingflokka hins vegar, þá voru nm. á einu máli um, að það væri ekki hægt í þessu tilfelli að blanda þessum málum saman, hverjar skoðanir sem þeir annars hefðu á því erindi, sem barst frá BHM. Ég vildi aðeins láta þetta koma hér fram.