17.04.1967
Neðri deild: 71. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1194 í B-deild Alþingistíðinda. (1027)

173. mál, Skipaútgerð ríkisins

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Ég tek hér til máls aðeins til að mótmæla því, sem hæstv. ráðh. sagði fyrr við þessar umr. þegar hann hélt því fram, að strandferðir hefðu haldizt í jafngóðu horfi og áður, þrátt fyrir sölu þeirra strandferðaskipa, sem látin hafa verið af hendi. Þetta er ekki rétt hjá hæstv. ráðh., því að ferðum hefur fækkað og þjónustan versnað.