17.04.1967
Neðri deild: 73. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1201 í B-deild Alþingistíðinda. (1034)

173. mál, Skipaútgerð ríkisins

Frsm. minni hl. (Sigurvin Einarsson):

Herra forseti. Við, sem skipum minni hl. samgmn., viljum freista þess, að breytt verði 4, gr. frv. um skipun þessarar nýju stjórnar fyrir Skipaútgerð ríkisins. Við leyfum okkur því að flytja hér skriflega brtt. svo hljóðandi, með leyfi hæstv. forseta:

„Alþingi kýs hlutfallskosningu þrjá menn í stjórnarn. Skipaútgerðarinnar til 4 ára í senn, samgmrh. skipar einn þeirra formann. Ráðh. ákveður laun stjórnarn. Verkefni stjórnarn. er að taka, undir yfirstjórn rn., sameiginlegar ákvarðanir um öll meiri háttar mál, er varða rekstur Skipaútgerðarinnar, þ. á m. áætlanir um ferðir skipanna, um far- og farmgjaldataxta, um meiri háttar viðgerðir og endurbætur á skipum, húsakynnum eða tækjum, um vátryggingar skipanna, um breytingar á rekstri, þar með talið um kaup eða sölu á skipum, öflun tilboða í því sambandi og mat á tilboðum, sem berast kunna. Nefndin skal halda gerðabók, sem löggilt er af rn.“

Ég vænti þess, að hv. forseti leiti afbrigða fyrir þessari skriflegu brtt., svo hún geti komið til umr.