14.04.1967
Neðri deild: 66. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1546 í B-deild Alþingistíðinda. (1462)

134. mál, sala sex eyðijarða í Grýtubakkahreppi

Frsm. (Jónas Pétursson):

Herra forseti. Landbn. hv. d. hefur athugað þetta frv., sem er komið frá Ed., en á því var gerð breyt. í þeirri hv. d., og n. leggur til, að það verði samþ., en það hefur láðst að gera breyt. á fyrirsögn frv., þegar það var afgr. úr hv. Ed., sem n. virðist eðlilegt að gert sé og flytur því brtt. um það, að fyrirsögn orðist eins og segir á þskj. 473. Ég vil beina því til hæstv. forseta, að e. t. v. er hægt að líta á þetta sem leiðréttingu, þannig að málið þurfi ekki að ganga til Ed. aftur, en þarna er vitanlega ekki um neina efnisbreytingu að ræða, heldur afleiðingu af því, sem búið var að fella inn í frv., en n. leggur sem sagt til, að það verði samþ. með þeirri lagfæringu, sem fram kemur á þskj. 473.