17.04.1967
Efri deild: 68. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1552 í B-deild Alþingistíðinda. (1493)

123. mál, lögtak

Frsm. (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forseti. Efni þessa litla frv. er það, að í 10. gr. lögtaksl. verði bætt ákvæði um, að umsamdar greiðslur atvinnuveitenda í sjúkra- og styrktarsjóði verkalýðsfélaganna skuli njóta lögtaksréttar. Þetta er þmfrv., komið frá Nd. og var þar samþ. shlj. Allshn. þessarar hv. d. hefur fjallað um frv. og leggur einnig til einróma, að það verði samþ. óbreytt. Einn nm., hv. 9. þm. Reykv., var ekki viðstaddur, þegar n. afgreiddi málið.