10.03.1967
Neðri deild: 52. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 445 í C-deild Alþingistíðinda. (1981)

144. mál, Fiskimálaráð

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Þessi ályktun Alþ., sem hv. þm. spurðist fyrir um, var send viðskmrn. á sínum tíma, stuttu eftir að hún var samþ. hér á hinu háa Alþ. Hún hefur síðan verið til mjög rækilegrar og ýtarlegrar athugunar hjá embættismönnum viðskmrn. Rn. hefur haft samband við öll sendiráð Íslands erlendis og óskað eftir till. þeirra eða hugmyndum í sambandi við þau sannarlega mjög svo mikilvægu mál, sem till. fjallaði um. Í rn. hefur þegar verið samin skýrsla um athuganir embættismannanna og sendiherranna á málinu. Sú skýrsla hefur að vísu ekki verið lögð fyrir míg enn, en það mun hafa staðið til, að fundur væri haldinn í rn. í næstu viku, þar sem þessar bráðabirgðaniðurstöður eða hugmyndir embættismannanna og sendiherranna yrðu ræddar. Hvort endanleg niðurstaða verður sú, að skýrsla verði gefin hér á Alþ. um málið eða það afgr. með einhverjum öðrum hætti, um það get ég því miður ekki sagt ákveðið enn þá, en ríkisstj. mun að sjálfsögðu ræða málið fyrst, áður en sú endanlega ákvörðun verður tekin.