14.04.1967
Neðri deild: 68. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 475 í C-deild Alþingistíðinda. (2044)

193. mál, sala Hóls í Ölfusi

Flm. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Ég hef leyft mér að flytja á þskj. 445 frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. til að selja eyðijörðina Hól í Ölfusi í Árnessýslu.

Frv. þetta er flutt að beiðni frú Markúsínu Jónsdóttur, ábúanda jarðarinnar Egilsstaða í Ölfusi, en tún jarðarinnar á Hóli liggur að jarðarmörkum Egilsstaða og hefur um áratugaskeið verið nytjað frá þeirri jörð. Meðmæli oddvita Ölfushrepps eru prentuð sem fskj. með frv., og leyfi ég mér, herra forseti, að leggja til, að því verði vísað til 2. umr. og hv. landbn.