17.12.1966
Sameinað þing: 18. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1 í D-deild Alþingistíðinda. (2129)

91. mál, frestun á fundum Alþingis

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Þessi þáltill. gerir ráð fyrir því, að ríkisstj. hafi heimild til þess að fresta fundum Alþ. til janúarloka. Út af því vil ég segja það, að nú liggja mál þannig fyrir, að ekki verður um deilt, að gera verður stórfelldar ráðstafanir af ríkisvaldsins hálfu til stuðnings vélbátaútgerð til þorakveiða, rekstri fiskfrystihúsa og togaraútgerðinni, ef þessar grundvallaratvinnugreinar eiga að starfa eðlilega, en þetta eru nokkrar af meginstoðum þjóðarbúsins. Ráðstafanir til bjargar þessum starfsgreinum þola ekki bið, en engin vitneskja hefur fengizt um, hvað hæstv. ríkisstj. hefur í hyggju að aðhafast í þessu efni eða leggja til. Þegar svona stendur á, tel ég, að ekki sé skynsamlegt eða fært að fresta fundum Alþ. nema sem allra minnst vegna jólahaldsins, og mæli því gegn því, að þessi þáltill. verði samþ., því að hún gerir ráð fyrir heimild handa hæstv. ríkisstj. til þess að fresta fundum allt til janúarloka