18.04.1967
Sameinað þing: 37. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í D-deild Alþingistíðinda. (2170)

56. mál, radíóstaðsetningarkerfi fyrir siglingar

Frsm. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Fjvn. hefur leitað umsagnar um þessa till. til þál. til Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Slysavarnafélaga Íslands og landhelgisgæzlunnar. Allir þessir aðilar mæla eindregið með því, að Alþingi álykti að fela ríkisstj. að skipa n. sérfræðinga til að gera athugun og till. um radíóstaðsetningarkerfi fyrir siglingar við Ísland með sérstöku tilliti til fiskveiða. Mér þykir rétt og tilhlýðilegt að geta þess um leið, að í umsögn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands segir í niðurlagi bréfs þeirra:

„Um leið og vér þökkum hv. þm. tímabæra till. þeirra, teldum vér viðeigandi, að Farmanna- og fiskimannasamband Íslands fengi að tilnefna fulltrúa af sjómanna hálfu í væntanlega n. og fylgjast með framgangi málsins.“

Fjvn. mælir einróma með því, að þessi þáltill. verði samþykkt.