18.04.1967
Sameinað þing: 37. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í D-deild Alþingistíðinda. (2182)

103. mál, rannsókn á samgönguleiðum yfir Hvalfjörð

Frsm. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti, Á þskj. 199 fluttum við þm. Vesturl till. til rannsóknar á samgönguleiðum fyrir Hvalfjörð, og var þeirri till. vísað til fjvn.

N. hefur orðið sammála um að mæla með, að till. verði samþ. með þeirri breyt., sem gerð er á þskj. 456, en þar er sú breyt. á gerð, að fyrir orðin „í árslok 1967“ komi: „eigi síðar en í árslok 1968.“

Eins og að var vikið í framsögu, þegar þessi till. var kynnt hér á hv. Alþ., er hér um mikið þarfamál að ræða, og er þetta í raun og veru framhald á þál., sem samþ. var á Alþingi 1958, um rannsókn á samgönguleiðum við Borgarfjörð og til Vestur- og Norðurlands. Árangur af þeirri samþykkt hefur ekki orðið sem skyldi. Nú er því tekin upp ný vinnuaðferð, að fela sérstakri n. að leysa þetta verk, og það er von flm., að hv. Alþingi samþ. þessa till., eins og fjvn. leggur einróma til, og að árangur megi af samþykkt hennar verða.