01.03.1967
Sameinað þing: 27. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í D-deild Alþingistíðinda. (2186)

133. mál, vegarlagning yfir Fjarðarheiði

Flm. (Jónas Pétursson):

Herra forseti. Ég flyt hér á þskj. 254 ti1l. til þál um ákvörðun á nýrri vegarlagningu yfir Fjarðarheiði, svo hljóðandi:

Alþ. ályktar að skora á samgmrh. að láta nú þegar fullnaðarmælingar og áætlanir fara fram um nýja vegalagningu yfir Fjarðarheiði milli Seyðisfjarðar og Héraðs og gerð vegarins við það miðuð, að bifreiðsamgöngum megi halda uppi á þeirri leið hindranalítið á meðalvetrum um snjóalög.“

Fjarðarheiði er, eins og hér kemur fram, fjallvegur, sem liggur milli Fljótsdalahéraða og Seyðisfjarðar, og það er í raun og eru eini möguleikinn til þess eð tengja þessa mikilvægu byggð, Seyðisfjörð, við akvegakerfi landsins og þá sérstaklega við flugvöllinn á Egilstöðum. Það eru nú allmörg ár síðan vegur var lagður yfir þessa heiði. Hann er að ýmsu leyti ófullkominn og sérstaklega; liggur hann víða illa að því er snjóalög varðar. Nú er það að vísu rétt; að þessi heiði er mjög snjóþung og því engan veginn auðvelt að leggja þarna veg, sem mundi verjast sæmilega í snjóþungum vetrum. En þó er það staðreynd, þrátt fyrir það, hvað þessi vegur er ófullkominn, að á mörgum undanförnum vetrum hafa a.m.k. komið kaflar öðru hverju og jafnvel mikið til heila vetur fyrir nokkru, sem að vísu voru mjög snjóléttir, sem var meira og minna hægt að aka á bílum að vetrinum. En aðalatriðið er, að það er viðurkennt, að hægt er að fá betra vegarstæði þarna yfir heiðina að því er snjóalög varðar. Mér er kunnugt um, að það hefur verið af hálfu vegamálastjórnarinnar hafin athugun á því t.d. með því að stika væntanlegt vegarstæði og athuga, hve djúp snjóalög eru á slíkunum að vetri. Þetta var t.d. gert s.l. vetur, en þá voru stikur á heiðinni, veturinn 1965-1986. Sá vetur var mjög snjóþungur á Austurlandi, enda kom í ljós, að á þeirri leið voru kaflar, sem ekki hefðu getað varizt í svo miklum snjóalögum.

Á s.l. sumri mun svo hafa farið fram mæling á þessu vegarstæði, og enn mun verða gerð athugun í vetur með snjóstikum á þessari leið. En nauðsynin á því að bæta samgöngurnar á milli Seyðisfjarðar og Héraðs er ákaflega brýn. Það er kunnugt, að Seyðisfjörður er nú einhver allra mesti framleiðslustaður á landinu. Þaðan munu vera fluttar út afurðir a.m.k. fyrir 500–600 millj. kr. á ári núna tvö síðustu árin, að ég hygg, en það muni svara til kringum 10% af heildarútflutningi landsins. Þótt Seyðisfjörður sé ekki fjölmennur staður, þar eru íbúar eitthvað nærri 900, liggur í augum uppi, að þar sem slíkar athafnir fara fram, er mikil umferð, bæði af fólki og einnig eru þangað mikill flutningar. Nú má segja, þar sem á Seyðisfirði er einhver bezta höfn, sem til er á landinu, að hvað flutninga snertir muni vera hagkvæmara, að þeir fari sem mest fram sjóleiðis. En það er staðreynd, að þessum athöfnum við síldveiðarnar fylgir ákaflega brýn nauðsyn á því, að það sé í skyndi hægt að hafa samband t.d. hingað til Reykjavíkur með ýmsa hluti, t.d. varahluti og annað þess háttar, enda er það mjög mikið notað, að slíkur flutningur fer fram með flugvélum til Egilsstaða, en þaðan er tiltölulega stutt leið að aka á Seyðisfjörð, eða aðeins um 25 km. En þegar snjóalög loka þessari leið að vetri, skapast þarna ákaflega mikill vandi, og það verður t.d. að segjast, að s.l. vetur var þessi vandi sérstaklega mikill. Það hefur verið haldið uppi samgöngum yfir heiðina með snjóbifreiðum, þegar venjulegar bifreiðar komast ekki. En eins og gefur að skilja, er slíkt oft mjög miklum erfiðleikum bundið. Það hagar oft þannig til, að það er hægt að aka á venjulegum bílum upp undir heiðarbrúnina beggja vegna, og síðan er þá snjóbíllinn notaður yfir heiðina. En að þurfa að skipta þannig um farartæki á svo stuttri leið, það liggur í augum uppi, að slíkt skapar margvíslega erfiðleika, bæði með fólk og ekki sízt með flutning.

En það er yfirleitt skoðun þeirra, sem kunnugir eru þarna á heiðinni, að það sé möguleiki á að byggja upp veg, sem mundi verjast sæmilega í öllum meðalvetrum um snjóalög. Aðalvandinn mun verða efst í Seyðisfjarðardalnum, þar sem komið er upp á heiðarbrúnina Ég ætla ekki að fjölyrða mikið um þennan vanda, en ég hef flutt þessa þáltill. til þess að reyna að knýja á frekar um það, að reynt yrði að ráða á þessu bót sem allra fyrst, og fyrsta skilyrðið er, að það fari fram þarna fullnaðarmælingar og áætlanir, því sé slegið föstu, hvernig á að ráða fram úr þessu máli, hvar veginn á að leggja og hvað ætla má að hann muni kosta. Ég hef ekki talið rétt á þessu stigi að ganga lengra. Þetta er algert frumskilyrði, og það er nauðsynlegt, að það geti legið fyrir sem allra fyrst, og ég hygg, að það eigi að vera möguleiki á því að ganga frá slíkum mælingum og slíkri áætlun til fulls á næsta sumri.

Ég vil svo leggja til, að umr. um þessa till. verði frestað og henni vísað til hv. fjvn.