18.04.1967
Sameinað þing: 37. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 36 í D-deild Alþingistíðinda. (2196)

176. mál, staðgreiðsla opinberra gjalda

Frsm. (Jón Árnason):

Herra forseti. Fjvn. hefur haft mál þetta til meðferðar. Svo sem kunnugt er hefur að undanförnu verið allmikið um það rætt, að komið yrði á hér á landi staðgreiðslukerfi opinberra gjalda. Í stefnuyfirlýsingu hæstv. forsrh. á Alþingi 13. okt. 1965 skýrði hann frá því, að ríkisstj. mundi beita sér fyrir því að lögfesta staðgreiðslu opinberra gjalda og mundi að því stefnt, að það gæti komið til framkvæmda á árinu 1987. Eins og fram kemur í grg. fyrir málinu, hafði þá þegar farið fram nokkur gagnasöfnun, og var talið með hliðsjón af því, að þess áætlun mundi standast. Mál þetta var í fyrstu í höndum ríkisskattstjóra, en hann hafði sér til aðstoðar 2 aðstoðarmenn, og segir í grg. fyrir till., að unnið hafi verið að undirbúningi málsins kerfisbundið allt s.l. ár. Þá var á s.l. ári skipuð sérstök n. með fulltrúum frá ríki og sveitarfálögum, sem hefur unnið að athugun málsins allt þar til í síðasta mánuði, og liggja nú fyrir umfangsmiklar upplýsingar um þetta mál. Eru þær í skýrslu n., sem alþm. hafa nú fengið til athugunar. Þar er m.a. að finna grg. n. um það, sem n. telur að mæli með og á móti ataðgreiðslu opinberra gjalda. Ég tel, að þessi skýrsla n. feli í sér mikilsverðar upplýsingar um þetta mál og ætti að auðvelda þm. að taka afstöðu til málsins, þegar að því kæmi, að málið yrði á ný lagt fyrir Alþingi að athuguðu máli.

Fjvn. leggur til, að þáltill. verði samþ. nokkuð breytt, eins og hún hefur leyft sér að

bera fram till. um á sérstöku þskj. En tillgr. orðast þá svo, með leyfi forseta:

„Alþingi ályktar að kjósa 7 manna n., er haldi áfram athugunum á því, hvort hagkvæmt muni að taka upp staðgreiðslukerfi opinberra gjalda. Skal auk mats á hagsmun­ um ríkissjóðs og skattgreiðenda almennt leitað álits samtaka sveitarfélaga og helztu samtaka vinnumarkaðarins. Leiði athuganir þessar og viðræður til jákvæðrar niðurstöðu og samkomulaga um viðhlítandi kerfi, skal ríkisstj. undirbúa nauðsynlega löggjöf í því sambandi.“

Sú breyt.. sem hér er um að ræða, er í því fólgin, að hér er lagt ákveðið til, að Alþingi kjósi 7 manna n., sem hafi þessa athugun með höndum. Leggur n. til, að Alþingi samþ. till. þannig breytta.