18.04.1967
Sameinað þing: 37. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í D-deild Alþingistíðinda. (2197)

176. mál, staðgreiðsla opinberra gjalda

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Skv. því, sem hér kemur fram, virðist hæstv. ríkisstj. hafa tekið það upp á sína stefnuskrá að fá lögfesta staðgreiðslu opinberra gjalda skv. því, sem segir í inngangi aths. með þessari till. Og þetta mál hefur verið undirbúið. Fyrst og fremst var undirbúningur gerður af ríkisskattstjóra með 2 aðstoðarmönnum. Þeir öfluðu upplýsinga frá nágrannalöndunum um slíkt fyrirkomulag. Eftir athugun greinar­ gerðar ríkisskattstjóra um málið skipaði ríkis­ stj. nefnd fulltrúa frá ríki og sveitarfélögum til að kanna nánar, hvort hagkvæmt væri að taka upp staðgreiðslukerfi skatta hér á landi. Alþm. hafa fengið skýrslu þessarar n., sem er mjög mikið rit. Er þar greinargott yfirlit um helstu atriði málsins. N. var falið það hlutverk að gera till um, með hvaða hætti og á hvaða grundvelli lögfesta eigi staðgreiðslukerfi opinberra gjalda hér á lendi með hliðsjón af undirbúningaatbugunum ríkis­ skattstjóra. Síðan komi til ákvörðun Alþingis um það, hvort og þá hvernig innleiða beri þetta kerfi.

Ég hef kynnt mér skýrslu n. nokkuð, þó að það sé mikið verk að fara í gegnum það rit. Ég tel, að n. hafi unnið vel að því, sem henni var falið, að gera athuganir um málið og leggja þær fyrir. En hún gerir ekki till. um það, hvort kerfið verði tekið upp eða ekki, enda var henni ekki ætlað það. Þær aths., sam ég geri hér við það, sem fram kemur í skýrslunni, bar alls ekki að skaða sem aðfinnslur í garð n. Eins og áður segir, tel ég, að hún hafi gert glögga skýrslu, eins og henni var falið, nem hefur gart mér mögulegt að mynda mér skoðun á málinu.

Það, sem fyrst mætir sugum manna, þegar þeir lesa þessa skýrslu, — en hér byggi ég á því, sem n. segir, og hún byggir sínar athuganir fyrst og fremst á þeim upplýsingum, sem hún hefur tengið frá nágrannalöndunum um þetta fyrirkomulag, — það fyrsta, sem mætir augum okkar, er það, að þetta mundi kosta tvöfalda álagningu skatta. Fyrst þarf að taka ákvarðanir um tekjuupphæðir, sem fyrirframgreiðslur eiga að leggjast á, en síðar á að fara fram álagning eftir venjulegum leiðum, þeim sem nú gilda, að ári loknu, og svo þarf að reikna út marga frádráttarliði.

Þarna er talað um tvo flokka manna, laun­ þega og atvinnurekendur. Og svo er allmikill þáttur í skýrslunni um skattkort og skatttöflur. Það eru þau gögn, sem vinnuveitandi leggur til grundvallar, þegar hann heldur eftir akatti af launum starfsfólks síns. Gerð skattkorta og skatttaflna er mjög viðamikið starf, það kemur fram hjá n. Það þarf að gera sérstakt skattkort fyrir hvern launþega. Svo koma til aukaskattkort í vissum tilfellum. Þeir segja, og það mun rétt, að ákvæði íslenzkra skattalaga séu mjög flókin, og allt gerir þetta málið torveldara. Í hverri skatttöflu er ákveðinn fjöldi skattflokka Þar yrðu 6 þrepa stigar fyrir hvern skattflokk, og er talað um mikil þrengsli á töflunni. Já, engum þætti það mikið, þó að það væri þröngt á töflunni, með öll þessi þrep og alla þessa stiga. Vegna ólíkra tekjuþarfa sveitarfélaga er talið nauðsynlegt að gefa þeim kost á að velja á milli mismunandi frávika frá útsvarsstiga Það hefur í för með sér, að gera þarf sérstakar skatttöflur fyrir hvert frávik. Það verður annað en spaug fyrir þá, sem eiga að framkvæma þetta, að botna í þessu öllu saman. Það þarf mikinn lærdóm til. Mikill fjöldi skatttaflna mundi valda miklum erfiðleikum, ekki sízt fyrir launagreiðendur, segir nefndin. Ja, bragð er að, þá barnið finnur. Hún telur því, að það þurfi að takmarka frávik frá útsvarsstiga. Já, svo eiga menn að segja til um það, hver sé þeirra aðalatvinnuveitandi, og hjá honum á skattkort hvers launþega að geymast. Þá þyrftu nú öll þessi fyrirtæki, nem borga laun, sjáifsagt að útbúa mikla skápa og kannske nýtt skrifstofuherbergi fyrir kortin, því að það þarf að raða þeim upp, svo að það sé auðvelt að finna þau, og einhvers staðar þarf að geyma skatttöflurnar allar, og því þarf að vera þannig komið fyrir, að það sé tiltölulega fljótlegt að finna þetta í hvert skipti, sem á að borga manni laun. Já, eins og ég sagði, hér koma líka til aukaskattkort manna, og þau þurfa að vera á sínum stað.

Talað er um það, að það séu þrjár aðferðir fyrir vinnuveitendur að halda eftir skatti við útborgun launa: í fyrsta lagi skv. akatttöflu, í öðru lagi fastur hámarkahundraðahluti, og í þriðja lagi skv. aukaskattkorti með ákveðnum hundraðshluta. Allt þetta verða skattyfirvöldin að ákveða og fá launagreiðendum í hendur, öll gögn til að byggja á þessa flokkun. N. telur skatttöfluna, sem notuð yrði hjá aðalvinnuveitanda, þó mikilvægasta í öllu þessu skjalaflóði. Launagreiðandi þarf að skoða skattkortið vandlega, en af því á hann að geta séð. hvaða skatttöflu honum ber að nota í hverju tilfelli og hvaða skattflokki launþeginn tilheyrir. Frá aðalreglunni koma svo ýmsar undantekningar. Ef skattkort er auðkennt með aldursundanþágu, ber að lækka skattgreiðsluna. Í öðru lagi: Ef skattkort er auðkennt með skyldusparnaði, ber að hækka greiðsluna. Í þriðja lagi: Þegar um lífeyrissjóðsgjald er að ræða, þarf að reikna það út, það kostar sérstakan útreikning náttúrlega. Ef launþegi á rétt á sjómannafrádrætti, þarf að reikna hann út. Allt þetta þarf að athuga vandlega, í hvert skipti sem laun eru útborguð. Hér að auki eru ýmis afbrigði, svo sem aukatekjur hjá aðalvinnuveitanda, en þær þarf að fara með á sérstakan hátt. Þá er aflahlutur og ákvæðisvinna, einn kaflinn er um það, og þá þarf sérstakar aðferðir við útreikning skatta af þessu hvoru tveggja. Já skattþegnar geta fengið aukaskattkort hjá skattyfirvöldum, ef þeir færa rök fyrir því, að tekjur þeirra á árinu muni verða minni en svo, að þær nái hámarkshundraðshluta. Það verða ýmis ómök fyrir menn að ná í kortin, því að skattstjórar eru ekki á, hverju strái, þeir eru nú ekki nema 8 á landinu, og það er langt fyrir suma að fara til þeirra til þess að fá sér aukaskattkort, ef tilefni gefst til. Það er t.d. æðilangt fyrir gjaldþegna í Öræfasveit að fara austur og norður á Egilsstaði. Og það er dálítið erfitt fyrir þá, sem búa í vestustu sveitinni t.d. í Norðurlandsumdæmi vestra, að fara til Siglufjarðar til að fá aukaskattkort þar. Við skulum vona, ef þetta kæmi til framkvæmda, að ríkisstj. væri laus úr gatinu í Strákafjalli, því að hún sagði fyrir síðustu kosningar, að vegurinn þar í gegn mundi verða tilbúinn í ágústmánuði 1965, en stjórnin er föst í gatinu enn. Það mundi þó strax auðvelda mönnum að ná til skatt stjórans á Siglufirði, ef þessu verki verður lokið, þegar farið verður að framkvæma þetta.

Launþegar eiga, eins og áður segir, að velja sér aðalvinnuveitanda. Staðgreiðsla hjá öðrum vinnuveitendum, sem þeir kynnu að vinna hjá, yrði þá annaðhvort skv. hámarkshundraðshluta eða aukaskattkorti. Og svo er ráðgert að gera svonefndar dagtöflur, sem notaðar yrðu, þar sem um er að ræða daglaunarmenn eða aðra lausráðna launþega. Ekki er ætlazt til, að gift kona, sem aflar launatekna, fái skattkort fyrir sig, heldur á hún að vera á korti með manni sínum. Nú veit ég ekki vel, hvernig þessu verður fyrir komið, ef þau vinna hvort á sínum staðnum, úr því að skattkort mannsins er þá hjá aðalatvinnuveitandanum. En þeir segja, að það sé nú svona annars staðar, og vilja hafa þetta svona hér líka. En í því sambandi þarf ýmislegt sérstakt að koma til, þegar skattgreiðslur hjónanna eru ákveðnar. Þá er gert ráð fyrir, að gefin verði út sérstök tegund aukaskattkorta handa börnum, sem ekki eru sjálfstæðir skattgreiðendur. Nauðsynlegar munu sérstakar ráðstafanir vegna tekna, sem aflað er á skattárinu, en ekki eru greiddar fyrr en á næsta ári. Líka er talið, að þurfi ákvæði, sem komi í veg fyrir samsöfnun á uppgjöri launa fyrir óeðlilega löng tímaþil, auðvitað til þess, að menn geti ekki frestað skattgreiðslu með því að gera ekki upp launin fyrr en seint og um síðir.

Já, þær verða miklar þessar töflur. Það er talað um það nú í seinni tíð, að læknar noti ýmiss konar töflur sem lyf handa sjúklingum. En ekki er ég viss um það, að allar þessar töflur verði til að bæta heilsufar hæstv. ríkisstj., þótt að þessu ráði verði horfið.

Í álitinu er talað um tvenns konar launþega, þ.e.a.s. hreina launþega og blandaða launþega. Meðal hreinna launþega eru menn taldir, þó að þeir hafi nokkrar tekjur auk launatekna, þ.e.a.s. þeir mega hafa tekjur af eigin húsnæði og leigutekjur af allt að því jafnstóru húsnæði í sama húsi. Ef ekki fer fram yfir þetta, eru þeir taldir hreinir launþegar, þó að þeir hafi þetta og aðrar eignatekjur innan vissra marka. Blandaðir launþegar eru aftur þeir, sem hafa auk launatekna hærri launatekjur en ég áðan nefndi eða aðrar eignatekjur hærri en að framan greinir eða aðrar tekjur, t.d. af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, og á þá að krefja þá um áætlun tekna sinna og eigna. Þá kemur eitt vandamálið enn, fjölskyldubætur og skattvísitala, en það segja þeir, að séu sérstök vandamál og geti orðið erfitt að leysa þau í hverju tilfelli. Einnig er ósamræmi í ákvörðun hreinna tekna til tekjuskatts og tekjuútsvars. Þetta er talið að muni valda ýmsum erfiðleikum.

Ætlazt er til þess, að staðgreiðsla opinberra gjalda taki einnig til einstaklinga, sem hafa með höndum sjálfstæða starfsemi eða atvinnurekstur, þ. á m. félaga, sjóða, stofnana, dánarbúa og þrotabúa Atvinnurekendur eiga að skrá sig á sérstaka atvinnurekendaskrá, og skráin verður svo notuð af yfirvöldunum við gerð gjaldseðlanna. Fyrir upphaf skattársins skal öllum atvinnurekendum, öðrum en hreinum launagreiðendum, gert að skyldu að gera áætlun um tekjur sínar og eignir á komandi skattári. Ég hefði nú haldið, að þetta gæti veríð dálítið erfitt verk, t.d. fyrir útvegsmenn og útgerðarfyrirtæki, að gera áætlun fyrir fram um sínar tekjur. Það getur verið svolítið erfitt fyrir bændur líka og margar aðrar fjölmennar stéttir, sem fást við atvinnurekstur, að gera þessa áætlun. En einnig yrði skattyfirvöldum heimiluð slík áætlunargerð fyrir gjaldþegnana. Á grundvelli áætlana gera skattyfirvöldin svo gjaldseðlana, og eftir þeim ber atvinnurekendunum að greiða skatta sína á ákveðnum gjalddögum. Verði slíkum gjaldanda ljóst á skattárinu, að áætlun hans eða skattyfirvalda geti ekki staðizt, er ætlunin að skylda hann til að tilkynna það skattyfirvöldunum. Hann er skyldugur til þess, hvenær sem ástæður breytast svo, að ástæða er til að ætla, að áætlunin breytist, að tilkynna þetta skattyfirvöldum, taka sér ferð á hendur til þeirra til þess. (Gripið fram í.) Það er nú ekki frv., sem liggur fyrir, það er þáltill. frá hæstv. ríkisstj., og ég er að tala um hana og hennar efni. Og þá taka skattyfirvöldin á ný ákvörðun um staðgreiðslu, sem geti orðið til hækkunar eða 18ekkunar. Sérákvæði um greiðslur atvinnurekenda á svonefndum atvinnurekstrargjöldum er talið að þurfi að vera

Gert er ráð fyrir því í nál., að hjá ríkisskattstjóra starfi 3 deildir, ein hafi yfirstjórn skattheimtu, önnur yfirstjórn álagningar og sú þriðja yfirstjórn skattrannsókna. Um innheimtuna segir, að launagreiðanda verði gert skylt að tilkynna sig til launagreiðendaskrár. Þar kemur nú ein skráin. Fé því, sem launagreiðandi heldur eftir af launum, skal hann skila 1. dag hvers mánaðar eftir á og eindagi sé 15. dag hvers mánaðar. Með skal fylgja þar til gerð skilagrein. Til álita kæmi þó, að gjalddagar yrðu færri, t.d. hjá þeim, sem búsettir eru þar, sem samgöngur eru erfiðar og enginn banki eða sparisjóður er í sveitarfélaginu. Komi í ljós, að skilin séu ekki rétt, ber að greiða vanskilaféð með dráttarvöxtum. Og þeir eru nú ekki skornir við nögl, þessir dráttarvextir. Það er talað um 1 1/2% fyrir fyrstu vikuna, 3% fyrir aðra vikuna, 6% fyrir þriðju vikuna og 12% fyrir hverja byrjaða viku úr því. Ójá. Þá verður að sjálfsögðu kært fyrir brot sem skilasvik, enda sé um verulegt brot að ræða. Hugsanlegt er talið að stöðva atvinnurekstur, en þó er bent á, að oft mundi það ekki síður bitna á launþega en launagreiðanda, ef fyrirtækjunum væri lokað, svo að það þurfi að athuga nánar. Hafi launagreiðandi haldið eftir of litlum skatti eða sleppt að halda eftir skatti og stafi þetta af afsakanlegum mistökum, má krefja það vantekna með lögtaki ásamt dráttarvöxtum, 1% á viku. Þeir eru það nú. Þó að það séu afsakanleg mistök, eiga þeir að vera 1% á viku. En sé um að kenna stórkostlegu gáleysi eða vísvitandi framferði, fer nú að kárna gamanið. Þá skal hér að auki kæra þá seku og refsa þeim fyrir brot á lögum, vitanlega. Þá, er það um innheimtu staðgreiðslu atvinnnurekenda að segja, að eins og áður er fram tekið, á hver atvinnurekandi að láta tilkynna sig til atvinnurekendaskrár, og atvinnurekendum ber að staðgreiða fyrir fram ákvarðaða eða áætlaða upphæð opinberra gjalda fyrir skattárið. Gert er ráð fyrir 12 gjalddögum, einum á mánuði. Atvinnurekandi greiðir eigin staðgreiðslu til innheimtumiðstöðvar eða í banka og sparisjóð gegn kvittun og afhendir jafnframt skilagrein, vitanlega, hún þarf að vera með.

Eins og áður segir, er ætlunin að stofna sérstaka innheimtudeild við embætti ríkisskattstjóra, sem hafi á hendi yfirstjórn innheimtu. Í sambandi við hana verði settar upp innheimtu- og eftirlitsmiðstöðvar í umdæmum, — ekki talað um, hvað mörgum, en þau verða að vera mörg, svo að þau geti sinnt sínu starfi, — sem ákveðin verði hæfilega stór til að tryggja skynsamlega verkaskiptingu og vinnubrögð. Til þeirra umdæmismiðstöðva eða banka eða sparisjóða gangi allar greiðslur. Komi í ljós, að greiðslur berist ekki svo sem ráð er fyrir gert, sé það rannsakað af innheimtumiðstöðvunum og ráðstafanir gerðar til innheimtu fjárins og dráttarvaxta með aðstoð dómstóla og jafnframt kært til refsingar, ef efni eru til. Sem sagt: engin miskunn hjá Magnúsi, og tugthúsið gapir opið við hverjum sem gerist brotlegur. Innheimtumiðstöðvarnar eiga líka að annast almennar leiðbeiningar og upplýsingar. Auk ýmissa upplýsinga á skattárinu, sem taldar verða nauðsynlegar, munu launagreiðendur að skattári loknu verða krafðir um sundurliðun á greiddum launum, teknum skatti og öðrum upplýsingum um hvern einstakan launþega. Trúlega verður þar að greina fæðingardag og ár, hjúskaparstétt, barnafjölda o.s.frv. Þessar upplýsingar yrðu gerðar í fjórriti. Sjálft frumritið fari til hlutaðeigandi innheimtustöðvar, sem yfirfari skilagreinina. Tvö eintök beri launagreiðanda að afhenda launþega, en einu haldi hann sjálfur sér til skemmtunar og til minningar um braskið. Að lokinni athugun frumritsins er ætlazt til, að innheimtumiðstöðin sendi það til yfirstjórnar innheimtunnar, þar sem frekari úrvinnsla fari fram. Allar þessar aðgerðir yrði vitanlega að framkvæma í náinni samvinnu við sjálfa yfirstjórn skattamálanna, þ.e.a.s. ríkisskattstjóra. Yfirstjórnin á að hafa með höndum alla gerð skattgagna, setningu verklagsreglna og ákvarðanir um meiri háttar atriði málsins. Enn fremur hafi hún heildareftirlit með innheimtu og innheimtumiðstöðvum, enn fremur sjálfstæðar rannsóknir í sambandi við skattheimtuna.

Þrátt fyrir allar staðgreiðslurnar eiga menn að telja fram til skatts eftir árið, eins og nú er, og síðan á að leggja skatt á þá, en draga þar frá fyrirframgreiðslu. Gert er ráð fyrir því nýmæli, að skattþegnar skili framtölum sínum til sveitarstjórnar. Er þá talið athugandi að skylda þær til að veita íbúum sinna sveitarfélaga framtalsaðstoð, ef nauðsyn krefur. Sveitarstjórnir eiga að úrskurða um ívilnanir samkv. lögum og framsenda síðan framtölin ásamt úrskurðum sínum til yfirstjórnar álagningar opinberra gjalda. Yfirstjórnun annast síðan lauslega endurskoðun þeirra og athugi ýmis atriði í þessu sambandi. Síðan fara gögnin, þannig endurskoðuð, til skýrsluvéla, sem annast álagninguna. Svo koma til rannsóknir og eftirreikningar hjá þeirri sérstöku deild við ríkisskattstjóraembættið, sem á að annast það. Að lokinni álagningu opinberra gjalda er gert ráð fyrir, að fram fari gagngerð endurskoðun og rannsókn framtala með aðstoð skýrsluvélanna, m.a. athugun á launatekjum, staðgreiðslum launþega, fyrri skilagreinum atvinnurekenda o.fl., enn fremur bókhaldsrannsóknir og fleiri nauðsynlegar athuganir.

N. kemst að þeirri niðurstöðu, að lögfesting á staðgreiðslukerfi sé mikið stjórnsýslulegt átak, eins og hún orðar það. Já, ég held það sé vægilega orðað, að það sé mikið stjórnsýslulegt átak, og eitthvað mundi þetta allt saman kosta. Ég held, ef þetta væri upp tekið, að þar væri stofnað til meiri ríkisútgerðar en nokkurn hefur dreymt um að koma hér á laggirnar, og almenningur fær að borga hallann af því fyrirtæki og hann verður ekkert smáræði, ef til kemur. N. talar líka um aukið álag á launagreiðendur í þessu sambandi. Já, það er vissa fyrir því, að það er mikið, það er vissulega rétt. Það er mjög mikil aukin vinna hjá þeim. Það hefur farið í vöxt á síðustu árum að nota heimildir í lögum til að fyrirskipa þeim að innheimta gjöld hjá launþegum. Það er mikil vinna og ábyrgð, sem þessu fylgir, en angin borgun hefur komið fyrir þetta. Slíkt er ekki sæmilegt. Ég hef nú fyrir stuttu lagt fram frv. í bv. Nd. um, að það skyldi greiða launagreiðendum nokkra þóknun fyrir öll þessi ómök. Það nær að vísu ekki fram að ganga í þetta sinn, til þess var það of seint flutt, en má þá taka það upp á næsta þingi. En það vil ég segja þeim, sem eru að glingra við þetta mál, að ef því verður komið á, verður það ekki þolað, að öll þessi fyrirhöfn og ábyrgð verði lögð á launagreiðendur, án þess að þeir fái borgun fyrir það. Það er nóg komið af svo góðu. Það megum við vita, að það verður að borga þessa vinnu sanngjörnu verði, eins og álit annað, sem unnið er í opinbera þágu, annað er akki sæmilegt. Ef á að meta alla þá vinnu réttilega, þá verða það ekki smáar upphæðir, sem fara til að borga fyrir hana. Kostnaðurinn mundi aukast stórkostlega við þessa framkvæmd á skattaálagningunni. En stjórnin hefur séð framan í ýmislegt undanfarið af því tagi. Það var hér fyrir nokkrum árum, sem þeir umturnuðu skattaálagningunni, lögðu niður allar skattanefndir og hældu sér mikið af því, settu upp átta skattstjóraembætti víðs vegar um landið. Það var talið, að þetta mundi hafa sparnað í för með sér, þessi breyting. En á fyrstu 4 árunum, sem þetta nýja kerfi var í gildi, kostaði það þrisvar sinnum meira en eldra fyrirkomulagið. Það er þó bara barnaleikur hjá því, nem hér kemur, ef þetta verður lögfest.

Eitt er það, sem n. hefur áhyggjur af. Hún óttast, að það verði erfitt að útvega nægilegan fjölda hæfra starfsmanna til að vinna að framkvæmd skattakerfisins. Ég hygg, að það sé rétt eins og fleira hjá henni, að það mundi verða erfitt, og þetta yrði sjálfsagt einhver mesta atvinnugrein í landinu, að fást við skattaálagningu og allt í því sambandi. Ég geri ráð fyrir, að það yrði einna fjölmennust stétt manna hér á landi, sem fengist við þetta. Það verður auðvitað að stofna skóla fyrir þessa menn. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að hver óvalinn maður fari í þetta án þess að fá þjálfun til starfsins. Þetta er flókið, þið megið vita það. Það verður margt utan um þetta.

N. tekur að lokum fram, að þær hugmyndir sem hún setur fram, muni þurfa nánari athugunar við, áður en skattgreiðsla yrði lögtekin. Þetta er alveg rétt hjá n., það er vissa fyrir því. Hún hefur ekki gert ákveðnar till., heldur aðeins athuganir. Það er vissa fyrir því, að þetta þarf nánast athuganar við.

Þetta getur farið hér til einnar virðulegrar n., hv. fjvn., og hún gerir till. um það, að í ofanálag við það, sem búið er að vinna, þá skuli Alþ. kjósa 7 manna n., sem haldi áfram athugunum á því, hvort hagkvæmt muni að taka upp staðgreiðslukerti opinberra gjalda o.s.frv. Já, það er nú það.

Ég held satt að segja, að það sé komið nóg af svo góðu, athugunum á þessu. Ég held, að menn, sem lesa þessa skýrslu gaumgæfilega, hljóti að komast að raun um, að þetta hentar ekki fyrir okkur. Það getur vel verið, að þetta geti átt við hjá milljónaþjóðum, en að taka upp þeirra kerfi hér og ætla að lögfesta það, það á ekki við hér. Það er ábyggilegt.

Við athugun á þessari skýrslu og þeim gögnum, sem hér liggja fyrir og ég hef reynt að kynna mér, hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, að þetta kerfi muni hafa svo mikla fyrirhöfn og mikinn kostnað í för með sér, að það muni ekki rétt fyrir okkur að sinna málinu meira. Ef þetta ætti nokkurn tíma að taka upp hér á landi, þá yrðu menn fyrst að finna eitthvert fyrirkomulag annað en það, sem þeir búa við í nágrannalöndunum, nem gerði þetta svo einfalt, að það væri hægt að sýna fram á, að þetta væri í rauninni ekkert meira verk en álagning skattanna núna. En það hefur ekki verið bent á neitt, síður en svo. Þetta er svo flókið, að engu tali tekur. Ég held, að þessir 7 menn, sem fjvn. leggur til að kosnir verði til að skoða þetta, geti gert annað þarfara fyrir þjóðfélagið á næstu mánuðum en að sýsla við þetta, það er mín meining, og þess vegna mun ég greiða atkv. gegn þessari till.