18.04.1967
Sameinað þing: 37. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í D-deild Alþingistíðinda. (2207)

177. mál, ellefu hundruð ára afmæli byggðar á Íslandi

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég hafði gert ráð fyrir því, að þeir tveir hv. fjvn. menn, sem hafa skrifað undir nál. með fyrirvara á þskj. 555, mundu gera grein fyrir þessum fyrirvörum, en það hafa þeir ekki gert. Hins vegar hefur hv. frsm. n. látið þess getið, að fyrirvarar þeirra mundu þýða það, að þeir væru ekki sammála þeim hugleiðingum, nema kannske að einhverju leyti. sem fram koma frá hv. n. á þskj., sem ég nefndi áðan, þ.e.a.s. nál. Ég hafði einnig gert ráð fyrir því, að hæstv. forsrh. kynni að taka til máls um þetta og segja frá því hér, hvernig honum litist á þær breytingar, sem hv. n. hefur gert á till., eins og hún var lögð fyrir, og hvort hann væri sammála því, sem n. eða meiri hl. hennar lætur um mælt í sambandi við aðalhugmyndina, sem fram kom í till. hæstv. ríkisstj., þ.e.a.s. um byggingu þjóðarhúss á Þingvöllum, sem n. tekur fram, eða meiri hl. hennar a.m.k., að hún telji ekki koma til greina. En hæstv. ráðh. hefur ekkert um þetta sagt, og auðvitað má segja það, að þó að n. eða meiri hl. n. hafi í nál. sínu látið orð falla í sambandi við afgreiðslu till., hafi það út af fyrir sig ekki gildi, og auðvitað hefur það ekki gildi sem samþykkt þingsins. Hins vegar gæti auðvitað verið ástæða til þess fyrir einstaka þm., ef tími þætti til, í tilefni af hugleiðingum meiri hl. n. að minnast eitthvað á þessi atriði og önnur til leiðbeiningar fyrir þá, sem fara eiga með þessi mál eftirleiðis.

Ég tel mig nú að vísu ekki við því búinn að ræða mikið um þetta, en þó vildi ég segja það, að mér finnst hugmyndin um þjóðarhús á Þingvöllum, eins og hún kom fram hjá hæstv. ríkisstj., alls ekki svo fráleit sem fram virðist koma hjá meiri hl, n. og álít, að það sé mjög athyglisverð till., sem eigi að taka til áframhaldandi athugunar, og ég vona, að hv. nm. verði ekki undir áhrifum af því, sem staðið hefur í gamanblöðum hér í borginni um þetta mál undanfarna daga. Þetta er vissulega .mál, sem er þess vert, að það sé athugað, athyglisverð hugmynd. Þótt svo kunni að reynast við nánari rannsókn, að hún sé ekki það heppilegasta, finnst mér engin ástæða til þess hér á Alþ. að taka afstöðu gegn henni nú á þessu stigi. Það vildi ég gjarnan láta koma fram. Áður en ég tæki slíka afstöðu móti þessari hugmynd, mundi ég vilja heyra þá menn, sem að henni standa í n., sem unnið hefur að þessu máli, gera grein fyrir sínum hugmyndum um þetta mál, en ekki vísa því frá óathugað, enda er það ekki lagt til hér, heldur eru þetta aðeins hugleiðingar meiri hl. n. í áliti hennar.

Ég vildi í öðru lagi segja það út af ábendingu n. um alþingishús, að það er auðvitað svo, að það er þröngt um okkur alþm., og er enn þá því miður þröngt um marga í þessu landi. En ég er hræddur um, að bygging alþingíshúss fyrir Íslendinga með öllum þeim undirbúningi, sem það mál hlýtur að þurfa, taki lengri tíma en svo, að hugsanlegt sé, að því mannvirki yrði lokið árið 1974. Ég vil aðeins geta þess hér sem minnar skoðunar í sambandi við þessa hugleiðingu frá meiri hl. n.

Í öðru lagi vil ég segja, að það er mín skoðun, að það eigi ekki að taka ákvörðun um alþingishús, fyrr en þjóðinni hefur gefizt kostur á að láta í ljós skoðun sína á hinni merkilegu till., sem uppi var á öldinni sem leið, um það leyti sem Alþ. var endurreist, að Alþingi skyldi heyja á Þingvöllum. Það er eiginlega skylda við þjóðina, að hún verði einhvern tíma um þetta spurð. Það er auðvitað ekki hægt að vita, hvert svarið yrði, en þetta á að gerast, áður en endanleg ákvörðun er tekin um alþingishús.

Ég vildi svo segja nokkur orð um till. sjálfa, sem hér liggur fyrir, þ.e.a.s. brtt. frá hv. fjvn., sem mér skilst að n. öll sé sammála um.

Ég get út af fyrir sig fallizt á það, úr því að hæstv. forsrh. getur á það fallizt eða gerir ekki við það aths., að till, sé gerð einfaldari að því leyti, að ekki sé verið að nefna í henni neitt sérstakt, heldur ætlazt til þess, að n. vinni áfram að nánari athugunum og tillögugerð. En till. hefur hún eiginlega ekki gert. Hins vegar virðist mér, að þessari hátíðarnefnd sé í 2. mgr. brtt. falið óþarflega mikið vald á milli þinga. Mér sýnist, að málinu liggi ekki meira á en svo, að það ak vel hægt að leyfa hátíðarnefndinni að ganga frá einum till. milli þinga með það fyrir augum, að málið komi aftur fyrir Alþ., sem kjörið verður á næsta sumri. Ég er því alveg samþykkur, sem segir hér í brtt., að Alþ. álykti „að fela nefnd, sem kosin var hinn 5. maí 1988 til þess að íhuga og gera till. um, með hverjum hætti minnzt skuli 1100 ára afmælis byggðar á Íslandi, að starfa áfram” og að n. heimilist að afla sér nauðsynlegrar aðstoðar og að kostnaður við það verði greiddur úr ríkissjóði, eins og segir í 3. mgr. En það er 2. mgr., sem ég kann ekki alls kostar við. Þar stendur:

„Skal n. heimilt að hefja undirbúningsframkvæmdir þeirra till. varðandi hátíðina, sem við nánari athugun þykir rétt að framkvæma, en aðalákvarðanir hennar skulu bornar undir ríkisstj., áður en framkvæmdir hefjast.“

Ég fæ ekki betur séð en undirbúningsnefndinni sé með þessari mgr. fengið æðsta vald í þessu máli, fyrst um sinn. Ég átta mig að vísu ekki alveg á því, hvað þetta orðalag þýðir: „undirbúningsframkvæmdir þeirra till. varðandi hátíðina“. En ég leyfi mér að skilja það svo, að það séu undirbúningsframkvæmdir samkv. þeim till., sem n. vill gera eða við nánari athugun þykir rétt að framkvæma. Samkv. þessu virðist mér þá, að n. sé heimilt að hefja framkvæmdir á þessum till., sem hún samþykkir, en að aðalákvarðanirnar skuli þó bornar undir ríkisstj., áður en framkvæmdir hefjast. Það er ætlazt til, að hún beri þetta undir ríkisstj., þ.e.a.s. leiti umsagnar ríkisstj. um þetta, og það finnst mér varla mega minna vera Ég held, að hún yrði þá a.m.k. að fá samþykki ríkisstj. til þess að hefja framkvæmdir á till. sínum.

Út af þessu vildi ég leyfa mér að bera hér fram skrifi. brtt. þess efnis, að þessi mgr. verði felld niður úr brtt., þessi 2. mgr., og að n. sé falið að starfa áfram og gera till., eins og henni var fallið, og hún skuli fá til þess fé úr ríkissjóði. En mér þykir viðkunnanlegra, að þetta mál sé að öðru leyti fram að næsta þingi í höndum ríkisstj. heldur en í höndum þessarar hátíðarnefndar. Ef menn hina vegar vilja heldur breyta mgr., gæti ég sjálfsagt verið til viðtals um það að taka þessa till. aftur. Ég vil leyfa mér að leggja hana fram og biðja hæstv. forseta að leita afbrigða.