06.12.1966
Efri deild: 21. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 345 í B-deild Alþingistíðinda. (226)

66. mál, útvarpsrekstur ríkisins

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Ég mun að sjálfsögðu sem formaður menntmn. hlutast til um, að n. taki fljótlega til athugunar milli umr. þær brtt., sem fluttar hafa verið við frv. og hafa verið teknar aftur til 3. umr.

Ég vil láta það koma hér fram, að eins og flm. brtt. á þskj. 115 hafa hér sagt, komu fram í n. raddir um að flytja till. um tímasetningu á framkvæmdum, brtt. í þá átt, en meiri hl. taldi þó ekki skynsamlegt vegna þeirrar óvissu, sem að dómi sérfróðra manna er um ýmis tæknileg atriði framkvæmda, að tímasetja framkvæmdirnar í lögum, og skal ég ekki hafa fleiri orð um það.

Ég vil þá loks láta þess getið, að síðan n. afgreiddi frá sér málið og þar á meðal brtt. á þskj. 106, hafa komið í ljós viss atriði, reyndar ekki til minnar vitundar fyrr en eftir að þessi umr. hófst, sem gera það að verkum, að n. þarf að athuga þetta mál betur, þ.e.a.s. það, sem brtt. fjallar um, og ég lýsi því þá yfir í nafni n. og hef ráðfært mig við aðra nm. um það, að n. tekur þá brtt. einnig aftur til 3. umr.