24.02.1967
Sameinað þing: 25. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 358 í D-deild Alþingistíðinda. (2421)

51. mál, afnám fálkaorðunnar

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti.

Hér er bæði merkt og mikið mál á ferðum,

hugsjón glæst í heiminn borin.

Herör djarfleg upp er skorin.

Upp frá þessu ei skal nýjar orður veita.

Hér er hin sanna framsókn falin.

Frelsisást það líka er talin.

En því vill flutningsmaður þessa þarfa máls

síns

láta orður áfram lafa

á þeim, sem þær núna hafa?

Skyldi hann eiga einhvern vin, sem yrði hryggur,

ef hann mætti ekki sína

orðu láta á brjósti skína?