12.04.1967
Sameinað þing: 34. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 404 í D-deild Alþingistíðinda. (2496)

100. mál, heildarlöggjöf um hagnýtingu fiskimiðanna umhverfis landið

Flm. (Jón Skaftason):

Herra forseti. Á þskj. 195 hef ég leyft mér ásamt 6 öðrum þm. úr Framsfl. að flytja svofellda till. til þál.:

„Alþingi ályktar að kjósa 9 manna n. til þess að undirbúa setningu heildarlöggjafar um hagnýtingu fiskimiðanna umhverfis landið. Skulu 5 nm. kosnir hlutbundinni kosningu í Sþ., en Hafranasóknastofnunin tilnefna 2 nm., Landssamband ísl. útvegsmanna einn nm. og heildarsamtök sjómanna einn nm. N. skal hraða störfum eftir föngum, og greiðist kostnaður við störf hennar úr ríkissjóði.“

Um rökstuðning fyrir till. þessari vísa ég til grg. Ég legg svo til, herra forseti, að till. þessari verði vísað til síðari umræðu og hv. allshn.