14.12.1966
Efri deild: 27. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 371 í B-deild Alþingistíðinda. (256)

90. mál, atvinnuleysistryggingar

Frsm. (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forseti. Í 4. gr. l. um atvinnuleysistryggingar, nr. 29 frá 1956, er tekið fram, að félög verzlunar- og skrifstofufólks elgi ekki aðild að atvinnuleysistryggingum. Í frv. því, sem hér liggur fyrir, er gert ráð fyrir, að ákvæði þetta verði fellt niður og þar með að félög verzlunar- og skrifstofufólks öðlist aðild að sjóðnum og gildistökuákvæðið miðað við 1. jan. 1967. Í grg. frv., sem er stjfrv., er tekið fram, að ríkisstj. hafi lýst því yfir í sambandi við kjarasamninga, sem gerðir voru hinn 9. marz 1966 við verzlunar- og skrifstofufólk, að hún mundi beita sér fyrir því með löggjöf, að það fengi aðild að atvinnuleysistryggingum. Er því hér um efndir á þessari yfirlýsingu að ræða af hálfu ríkisstj., sem flytur frv. Heilbr.- og félmn. eða þeir nm., sem fundinn sátu, hafa athugað frv. og leggja til, að það verði samþ. Fjarverandi við afgreiðslu málsins í n. voru hv. 2. þm. Reykv., Auður Auðuns, hv. 9. þm. Reykv., Alfreð Gíslason, og hv. 4. þm. Vestf., Þorvaldur G. Kristjánsson.