26.10.1966
Sameinað þing: 6. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 439 í D-deild Alþingistíðinda. (2575)

27. mál, Vesturlandsvegur

Fyrirspyrjandi (Jón Skaftason):

Herra forseti. Á þskj. 27 hef ég leyft mér að bera fram fsp. til hæstv. samgmrh. um Vesturlandsveg. Fsp. hljóðar þannig, með leyfi forseta:

„Hvaða fyrirætlanir eru uppi um notkun lánsheimilda í vegáætlun til lagningar Vesturlandsvegar frá Elliðaám í Hvalfjarðarbotn?“

Tilefni þessarar fsp. er það, að í þál. um vegáætlun fyrirr árin 1965—1968 er tekin upp heimild til ríkisstj. um lántöku vegna framkvæmda á Vesturlandsvegi. Lántökuheimildirnar eru þessar: Árið 1966 nemur lántökuheimildin 25.8 millj. kr., árið 1967 24.3 millj. og 1968 12.4 millj. Þar sem nú er komið að enduðu þessu ári og ekkert hefur verið notað af lántökuheimildinni fyrir þetta ár þrátt fyrir mjög brýna, þörf á, að framkvæmdir verði hafnar við endurbætur á Vesturlandsvegi, leyfi ég mér að bera upp þessa fsp. og vænti þess, að hæstv. ráðh. gefi við henni ýtarleg og glögg svör.