09.11.1966
Sameinað þing: 8. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 472 í D-deild Alþingistíðinda. (2613)

202. mál, sjónvarp til Vestfjarða

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Það er einföld skýring á því, hvers vegna nauðsynlegt er að byggja stóru stöðvarnar, áður en litlu stöðvarnar eru byggðar, og hún er sú, að stóru stöðvarnar eru forsenda þess, að litlu stöðvarnar geti starfað. Litlu stöðvarnar fá myndina frá stóru stöðvunum, og þess vegna er eðlilegt að byggja stóru stöðvarnar kringum allt landið fyrst, að því er ég tel, og þannig, að allir landshlutar eigi jafna. aðstöðu til þess að hagnýta sér myndina frá hornsteinum dreifikerfisins. Þar á eftir verður síðan tekin ákvörðun um það, í hvaða röð verður framkvæmd áætlun um byggingu litlu stöðvanna.