30.11.1966
Sameinað þing: 12. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 504 í D-deild Alþingistíðinda. (2650)

206. mál, rafmagn fyrir Fornahvamm

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Hv. fyrirspyrjandi fullyrðir, að það sé bezta lausnin, að ríkið borgi 500—600 .þús. kr., sem mun vera mismunurinn á 1 1/2 km og línukostnaði að Fornahvammi. Ég er alls ekki tilbúinn til að taka undir þetta, vegna þess að eins og ég sagði, er Fornihvammur ágæt bújörð með stórt bú, ágætlega hýst og það er mjög líklegt, að jafnvel þó að þessi hjón færu af jörðinni, fengist annar til þess að taka við henni endurgjaldslaust að öðru leyti en því að þurfa að taka á móti þeim ferðamönnum, sem koma, og veita þeim beina og gistingu í húsum ríkisins. Og mér dettur ekki í hug, að þessi ágætu hjón, þessi duglegi bóndi fari af jörðinni næsta vor, en þá er byggingartíminn útrunninn, enda þótt ríkið fari ekki að kosta til jarðarinnar nú 500—600 þús. kr.