22.02.1967
Sameinað þing: 24. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 542 í D-deild Alþingistíðinda. (2700)

211. mál, rekstrarvandamál báta

Fyrirspyrjandi (Jón Skaftason):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir þau svör. sem hann gaf við fsp. minni, þótt ég vilji jafnframt láta í ljós mikla óánægja yfir því, hvað raunverulega lítið hefur enn þá endanlega komið út úr þeim till., sem vélbátanefnd gerði í júní á s.l. ári. Eftir því sem tími minn hér leyfir, langar mig til þess að víkja að einstökum svörum ráðh.

Mér sýnist, að eins og málin standa í dag. sé ekki komið í höfn neitt af þeim till., sem við gerðum, nema till. um að lengja svokölluð tækjalán. Við leggjum til að lengja þau upp í 6 ár, en ráðh. segir, að búið sé að ákveða að lengja þau upp í 5 ár.

Þá lýsti hæstv. ráðh. því yfir, að þeir eigendur smærri báta, sem stóðu í vanskilum við fiskveiðasjóðinn um s.l. áramót, mundu eiga þess kost að óska eftir samningum um gjaldfallnar greiðslur við sjóðinn, en ég tók ekki eftir, að nokkurt ákveðið fyrirheit væri gefið um, að slíkir samningar mundu fást eða lenging láns mundi fást. En til upplýsinga vil ég aðeins geta þess, að 1. júní 1966 skulduðu eigendur 421 báts undir 120 smál. í afborganir aðeina við fiskveiðasjóðinn tæpar 54 millj. kr.

Mig langar þá eftir því sem tími minn leyfir, að víkja að einstökum till. nefndarinnar.

Fyrsta og aðaltill. okkar er sú, að fiskverðið á árinu 1966 verði hækkað um 10%, til þess að rekstrargrundvöllur báta á því ári sé sambærilegur og hann var á árinu 1962. Ráðh. svaraði því, að gengið hefði verið mjög langt til móts við till. n. um þetta atriði. Hér er algerlega rangt með farið. Sú 8% hækkun, sem ríkissjóður ætlar að greiða á fiskverðið, nær ekki til ársins 1966, hún nær til fiskverðsins á árinu 1967 og er aðeins gerð til þess að standa undir hækkun útgerðarkostnaðar á árinu 1966, m.a. til þess að sjómennirnir geti fengið hækkað kaup á árinu 1967 í samræmi við þær kauphækkanir, sem urðu hjá launþegum á árinu 1968, er njóta vísitöluuppbóta á kaup. Það heldur sem sagt ekki einn eyrir að mínu viti verið greiddur til hækkunar á fiskverðinu 1966, eins og n. gerði till. um.

Í öðru lagi leggur n. til, að ákveðið sé sérstakt sumar- og haustverð á 1. flokks fiski. Hæstv. ráðh. taldi ríkisstj. hafa komið verulega til máts við þá till. með þeirri 50 aura uppbót á fiskverð, sem gilda á frá 1. okt. s.l. til áramóta. Hér er um algera missögn að ræða. Þessir peningar, 50 aurarnir, eru afgangur, það er fé, sem er eftir af 20 millj. kr. framlagi á fjárl. 1966 til hækkunar fiskverðs, sem ekki notaðist upp fyrri hluta ársins og er nú notað til þess að hækka fiskverðið frá 1. okt. 1966 og til áramóta. Sem sagt, ekki eyrir í nýju fjármagni til þess að hækka sumar- og haustverð á 1. flokks línufiski hefur verið ákveðinn úr ríkissjóði í þessum tilgangi.

Ég tel þannig, að það sé alveg augljóst mál, að fyrstu tvær aðaltill. n. hafi ekki á nokkurn hátt verið komið til móts við.

Tími minn leyfir ekki að fara nákvæmlega út í aðrar till. n. Hæstv. ráðh. upplýsti að vísu, að ýmislegt af því, sem n. hefði lagt til, væri nú í athugun á ýmsum stigum og hjá ýmsum aðilum. Hvað út úr þeim athugunum kann að koma, er erfitt að segja nú. En endanlegar niðurstöður um framkvæmd till. n. tel ég ekki liggja fyrir í dag, nema þeirrar einu, sem lýtur að lengingu tækjalánanna, og er hún ekki stórvægilegur hluti at till. n. Ég verð því að lýsa yfir vonbrigðum með framkvæmd þá, sem till. n. hafa hlotið til þessa, og vænti þess með hliðsjón af því, að erfiðleikarnir eru miklir í þessari atvinnugrein, að hæstv. ríkisstj. taki nú betur á til þess að rétta við hlut þessa aðila en hún hefur sannarlega gert hingað til.