08.03.1967
Sameinað þing: 28. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 576 í D-deild Alþingistíðinda. (2732)

213. mál, slysatrygging sjómanna

Fyrirspyrjandi (Geir Gunnarsson):

Herra forseti. Á þskj. 218 hef ég borið fram svo hljóðandi fsp. til hæstv. ríkisstj.:

„Er það ætlun hæstv. ríkisstj. að leggja fyrir Alþ. frv. til l. um sérstaka slysatryggingu sjómanna á bátum undir 15 tonn að stærð á grundvelli till. n. þeirrar, sem vann að athugun þessa máls samkv. þáltill. frá 4. marz 1964.“

Forsaga þessa .máls, sem hér er um að ræða, er sú, að á þingi 1960 flutti ég ásamt hv. núv. 5. þm. Vestf. frv. til l., þar sem gert var ráð fyrir, að öllum íslenzkum sjómönnum yrðu tryggðar sérstakar dánar- og örorkubætur, 200 þús. kr. miðað við fulla örorku eða dauða, en þá stóðu mál svo, að nokkur sjómannafélög höfðu náð fram þessum réttindum með kjarasamningum við útgerðarmenn, og nutu því sumir sjómenn tryggingarinnar, en aðrir ekki. Vegna þess að ekki er lögskráð á báta undir 12 tonnum og kjarasamningar sjómannafélaga og útgerðarmanna taka ekki til þeirra, þá nutu sjómenn á þeim bátum ekki þessarar sértryggingar og njóta hennar reyndar ekki enn, og því gerist það enn, þegar sjóslys hendir, að algert misrétti ríkir um örorkubætur til sjómanna og um dánarbætur til aðstandenda þeirra.

Frv. það, sem ég áður nefndi og flutt var fyrst á þingi 1960, fékkst ekki afgreitt, hvorki þá né síðar. Við hv. 5. þm. Vestf. fluttum því þáltill. um málið, og er skemmst frá því að segja, að sú till. var samþ. með lítils háttar breytingum hinn 4. marz 1964. Þessi þáltill. hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

Alþ. ályktar að skora á ríkisstj. að láta athuga, á hvern hátt megi tryggja, að allir íslenzkir sjómenn njóti sérstakrar slysatryggingar, eigi lægri en 200 þús. kr. miðað við fulla örorku eða dauða. Athugun skal lokið fyrir þinglok 1965.“

Þegar leið að þinglokum vorið 1965 og ekkert bólaði á þessu máli, bar ég fram fsp., hversu því liði, og fékk þau svör, að niðurstöður þeirrar n., sem fjallaði um málið, lægju ekki fyrir og engin von væri til þess, að það yrði lagt fyrir það þing, sem þá sat.

Þegar leið fram á næsta þing, þ.e.a.s. þingið 1965—1966, án þess að nokkuð heyrðist un málið, lagði ég enn fram fsp. og fékk þau svör hæstv. félmrh., að honum hefði þá borizt álit n. fyrir fáum dögum. Álit sjómannatrygginganefndar hefur ekki verið lagt fyrir Alþ., en hæstv. félmrh. hefur veitt mér tækifæri til þess að kynna mér það. Þótt skýrsla n. hafi ekki verið lögð fyrir Alþ., geri ég ekki ráð fyrir, að niðurstöður hennar séu eða eigi að vera neitt leyndarmál, en um þær er það í skemmstu máll að segja, að n. gerir tvenns konar till. um leiðir, sem koma til greina til lausnar á þessu máli. Annars vegar er till. um frv. til l., þar sem gert er ráð fyrir, að almannatryggingarnar annist þessar sértryggingar sjómanna, og hins vegar um frv. til l., þar sem gert er ráð fyrir, að tryggingafélögin í landinu fái heimild til þess að taka að sér tryggingu sjómanna á bátum undir 12 tonnum og sú trygging verði skyldutrygging, en einungis er þar miðað við áhafnir skráningarskyldra báta, þ.e. a. s. báta, sem eru yfir 8 metrar á lengd, en undir 12 tonn að stærð þó.

Ég tel, að einsætt sé, að annaðhvort lagafrv. n. ætti að leggja fyrir Alþ., en þm. gæfist þá kostur á að koma fram með þær lagfæringar, sem þeir kynnu að telja þörf á. Ég hef því beint þeirri fsp. til hæstv. ríkisstj., hvort þess megi vænta, að svo verði gert. Ef sú er ekki ætlunin, vil ég bæta þeirri spurningu við, hvort ekki séu fyrirhugaðar aðrar ráðstafanir til þess að þetta mál fái viðunandi lausn. Jafnframt vildi ég spyrjast fyrir um, hvort skýrsla sjómannatrygginganefndar verði ekki lögð fyrir hv. Alþ., svo að þm. gefist þá kostur á því að taka upp og flytja till. n. óbreyttar eða með þeim lagfæringum, senn taldar væru nauðsynlegar, ef það reynist ekki vera ætlun hæstv. ríkisstj. að bera málið sjálf fram á Alþ.

Það tók nokkuð langan tíma, að fá fram þann vilja Alþ., að allir íslenzkir sjómenn búi við jafnrétti um slysatryggingar, en jákvæður vilji þingsins um, að það mál verði leyst, hefur þó legið fyrir frá því í marz 1964, og það er því nú þegar liðinn óhæfilega langur tími, án þess að þetta mál hafi fengið endanlega lausn. Það er að sjálfsögðu lítið gagn að störfum n., ef till. hennar verða hvorki lagðar fram í frv. formi á Alþ. hv. þm. birtar niðurstöður í því máli, sem Alþ. fól hæstv. ríkisstj. að láta athuga um lausn á. Þetta mál er engan veginn auðleyst, en eðlilegast er þó, að till. sjómannatrygginganefndarinnar verði notaðar sem grundvöllur til þess að vinna úr, en til þess að svo geti verið, þurfa þær að koma fram í dagsljósið.