08.03.1967
Sameinað þing: 28. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 581 í D-deild Alþingistíðinda. (2740)

214. mál, skólakostnaðarlög

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Svo sem ég mun áður hafa skýrt hinu háa Alþingi frá, skipaði menntmrn. í apríl 1965 n. til þess að endurskoða gildandi lög um greiðslu kostnaðar við stofnun og rekstur skóla, sem reknir eru sameiginlega af ríki og sveitarfélögum. N. þessi skilaði áliti í apríl 1966, og hefur síðan verið unnið að því að fara yfir till. hennar og enn ný embættismannanefnd var skipuð á sínum tíma til að ganga frá endanlegu frv. um þetta efni. Hefur verið náið samráð milli menntmrn. og fjmrn. unz samningu þessa frv. Því er nú að fullu lokið, og frv. er í prentun í ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Munu ekki líða margir dagar, þangað til því verður útbýtt. Hér er um allmikinn frv.-bálk að ræða með ýtarlegri grg. Það getur tekið nokkra daga, en ég vona, að það verði í allra síðasta lagi í upphafi næstu viku.