06.04.1967
Neðri deild: 59. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 905 í B-deild Alþingistíðinda. (577)

127. mál, afnám einkasölu á viðtækjum

Frsm. meiri hl. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Menntmn. hefur haft frv. þetta til athugunar og kallað á sinn fund forstjóra Viðtækjaverzlunar ríkisins til að fá hjá honum ýmsar nánari upplýsingar. Sérstaklega óskuðu nm. eftir því að fá upplýsingar um, hvernig raunverulegur hagur fyrirtækisins væri og hvað það mundi verða, sem ríkisútvarpið tæki við, þegar skuldbindingar hafa verið gerðar upp og reikningar. Fullvissaði forstjórinn n. um, að staða fyrirtækisins væri góð, og alveg sérstaklega um, að birgðir, sem færðar eru upp á 9–10 millj., mundu raunverulega reynast þess virði. — Meiri hl. menntmn. mælir því með samþykkt frv.