20.03.1967
Neðri deild: 56. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 918 í B-deild Alþingistíðinda. (595)

137. mál, Búreikningastofa landbúnaðarins

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að ræða það frv. efnislega, sem hér liggur fyrir um Búreikningastofu landbúnaðarins. En ég þykist hafa veitt því athygli, að í þessu frv. sé ekki ákvæði um það, nema mér hafi sézt yfir það, að gildandi lög um þetta efni falli úr gildi. Þess vegna vildi ég spyrjast fyrir um það hjá hæstv. ráðh., hvort það sé ætlunin, að gamla löggjöfin um búreikningaskrifstofu gildi áfram, að því leyti sem hún færi ekki í bága við þetta frv., eða hvort hér sé um prentvillu að ræða eða einhverja vangá.