13.03.1967
Efri deild: 52. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 922 í B-deild Alþingistíðinda. (617)

7. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forseti. Eftir að frv. þetta var afgr. til 3. umr., bárust til allshn. 3 nýjar umsóknir um ríkisborgararétt. Það var skotið á fundi í allshn. og umsóknirnar rannsakaðar, og reyndust þær þannig, að ekkert virtist við það að athuga að mæla með því, að þessir þrír einstaklingar, sem þarna áttu hlut að máli, fengju íslenzkan ríkisborgararétt, samkv. þeim reglum, sem farið hefur verið eftir, þegar ríkisborgararéttur er veittur. Á fundinum mættu allir nm. að undanteknum hv. 1. þm. Vestf. Samkv. þessu hefur allshn. lagt til á þskj. 329, að 1. gr. frv. verði breytt á þann veg, að í gr. bætist í stafrófsröð þessir þrír einstaklingar, sem þarna er um að ræða.