27.02.1967
Neðri deild: 46. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 998 í B-deild Alþingistíðinda. (734)

94. mál, jarðeignasjóður ríkisins

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Ég hef e.t.v. ekki talað nógu skýrt áðan, þegar ég sagði, að það væri vitað, að búnaðarþing væri með þetta mál í athugun, og jafnvel að það væri komin fram brtt. á búnaðarþingi um málið. Það er þess vegna fjarri lagi að tala um það, að búnaðarþing fái ekki tækifæri til þess að fjalla um málið. Það, sem ég legg áherzlu á er, að málið verði látið ganga áfram, um leið og sjálfsagt er að hlusta á, hvað búnaðarþing hefur að segja.