07.11.1966
Efri deild: 12. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1099 í B-deild Alþingistíðinda. (886)

6. mál, almannavarnir

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Ég vildi aðeins segja það, að mér finnst alveg

sjálfsagt, að sú n., sem fær þetta mál til með ferðar, kalli til sín fulltrúa frá Slysavarnafélagi Íslands og Rauða krossi Íslands og ræði við þá um viðhorf þeirra til þessara mála. Hvort þeir vilji taka að sér almannavarnir eða hvernig n. vill haga máli sínu, ætla ég ekkert að skipta mér af, en ég tel það alveg sjálfsagt, að leitað verði álits og viðræðna við þessa aðila, eins og hv. þm. hefur vikið að.