09.04.1968
Neðri deild: 96. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1199 í B-deild Alþingistíðinda. (1025)

82. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm. 1. minni hl. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Ég skal nú ekki verða langorður. Ég flutti við 2. umr. brtt. um, að 5. gr. frv. félli niður. Það fékkst meiri hl. í hv. þd. til þess að viðhalda þessum ákvæðum í tvö ár og við það verður að sitja, en ég vildi leyfa mér að flytja skrifl. brtt. svo hljóðandi: „Við 5. gr. bætist: nema um útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki sé að ræða“. Ég tel, að till. þarfnist ekki skýringa. Hún skýrir sig sjálf. Ég tel hana eðlilega og sanngjarna.