19.03.1968
Efri deild: 72. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1236 í B-deild Alþingistíðinda. (1089)

139. mál, íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins

Jón Árm. Héðinsson:

Herra forseti. Ég verð að leita til forseta með afbrigði. Ég ber fram skriflega brtt. vegna þess, að það hefur ekki tekizt eða unnizt tími til að prenta till. og dreifa henni, en þegar umrætt frv. var til meðferðar í fjhn. hv. d., kom fram, að allir nm. að undanskildum form. voru sammála um það að fella niður úr 10. gr. frv. orðin „biskupsbústaðar í Reykjavík.“ Við höfum því sameinazt um það, þrír þm. Reykn., að bera fram brtt. og vildi ég leyfa mér að leita afbrigða hjá forseta, hvort hún megi koma til umræðu.