18.04.1968
Neðri deild: 100. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1389 í B-deild Alþingistíðinda. (1276)

67. mál, bókhald

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Fjhn. þessarar hv. d. hefur haft til meðferðar frv. um bókhald, eins og það kom breytt frá hv. Ed. Fjhn. hefur athugað frv., og eins og fram kemur á

þskj. 622, mælir n. með því, að frv. verði samþ., en einstakir nm. hafa áskilið sér rétt til að flytja eða fylgja brtt.

Þegar fjhn. þessarar hv. d. hafði frv. til athugunar, ræddu nm. m. a. um 2. gr. frv., þ.e.a.s. 15. lið í b-lið, varðandi bókhaldsskyldu bænda. Hins vegar töldu nm. ekki á þessu stigi málsins fært að gera brtt. þess efnis að gera bændur bókhaldsskylda. Það þyrfti nánari athugun. Engu að síður var talið rétt að láta það koma fram hér við 2. umr., að þetta hefði verið skoðað og umr. átt sér stað um þetta atriði. En að athuguðu máli töldu nm., að málið þyrfti að skoða betur og þess vegna ekki talið rétt á þessu stigi að flytja um það brtt. N. leggur því til, að frv. verði afgreitt til 3. umr.