04.04.1968
Neðri deild: 90. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1397 í B-deild Alþingistíðinda. (1284)

89. mál, verslunaratvinna

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég er á sama máli og aðrir nm, um það, að frv. þetta hafi verið undirbúið á þann hátt, að eðlilegt sé að mæla með því í meginatriðum. Fyrirvari minn, sem fram kemur í nál., varðar eingöngu þá brtt., sem n. hefur komið fram með, og er þar fremur um orðalag að ræða en verulega efnisbreytingu, sem ég hefði fremur kosið. Ég mun ekki leggja fram við þessa umr. neina brtt. um þetta, en mun athuga það til 3. umr. hvort ég tel ástæðu til að bera fram slíka tillögu.