19.04.1968
Neðri deild: 102. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1541 í B-deild Alþingistíðinda. (1432)

177. mál, verslun með ópíum o.fl.

Frsm. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér um ræðir, fjallar um breytingu á l. um tilbúning og verzlun með ópíum o.fl. nr. 14 frá 20. júní 1923. Felur frv. í sér, að ákvæði laga þessara verði gerð víðtækari, svo að þau nái einnig til annarra efna en þeirra, sem afleidd eru af morfíni eða kókaíni og misnotkun geta valdið á svipaðan hátt. Vaxandi notkun eiturlyfja í ýmsum myndum um allan heim er mikið áhyggjuefni. Eru mál þessi mjög erfið viðfangs. Ber því að sjálfsögðu að gera allar tiltækar ráðstafanir til varnar þessum vágesti hér á landi sem annars staðar. Í því skyni er frv. þetta flutt. Það hefur verið samþ. einróma í Ed. Heilbr.- og félmn. Nd. mælir eindregið með því, að það verði samþykkt.