26.03.1968
Efri deild: 75. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1546 í B-deild Alþingistíðinda. (1441)

170. mál, eftirlit og mat á fiski og fiskafurðum

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins svara þessari fsp. með því, að það er ekki ætlunin að draga á nokkurn hátt úr núverandi starfi fiskmatsstjóra, heldur er hér um verulega viðbót við hans störf að ræða. Þeirri starfsemi, sem hann hefur komið á fót og hv. þm. réttilega nefndi, mun hann tvímælalaust halda áfram, jafnvel þó að sérstök ákvæði séu ekki um það í gildandi l. eða því frv., sem nú er hér flutt.