20.04.1968
Efri deild: 100. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1581 í B-deild Alþingistíðinda. (1471)

170. mál, eftirlit og mat á fiski og fiskafurðum

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Eins og menn sjá á þskj. 696, voru á þessu frv. gerðar nokkrar breyt. í hv. Nd., sem efnislega skipta ekki stórmáli varðandi heildarstefnu frv., og vildi ég eindregið mælast til þess við hv. þd., að hún samþykkti þessar breyt., svo að reyna mætti á það, hvort upphaflega tilgangi frv., þ.e. þeim sparnaði, sem fyrirhugaður er, mætti ná í rekstri þessara fyrirtækja hins opinbera.