16.04.1968
Efri deild: 89. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1782 í B-deild Alþingistíðinda. (1663)

110. mál, búnaðarmálasjóður

Jón Þorsteinsson:

Herra forseti. Eins og fram kemur í nál., þá var ég fjarstaddur, þegar þetta mál var afgreitt. Ég sá ekki ástæðu til að gera sérstakt nál. að þessu sinni. Efni þessa frv. er, eins og allir vita, að framlengja skattgjald á hændastéttina og standa undir hallarekstri á Hótel Sögu í Reykjavík. Þetta mál hefur komið hér fyrir nokkrum sinnum áður, og ég hef þá lýst afstöðu minni til þessa skattgjalds, og ég hef verið því andvígur og talið, að það yrði að leysa þessi fjárhagsmál á annan hátt. Ég skal ekki fara út í það að endurtaka þetta, ég er búinn að lýsa því yfir, að skoðun mín er óbreytt, og ég vonast til þess, að það verði hægt við fyrstu hentugleika að kveða þennan hallardraug niður fyrir fullt og allt.