13.11.1967
Efri deild: 15. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 231 í B-deild Alþingistíðinda. (180)

19. mál, lögræði

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Frv. þetta til l. um breyt. á l. um lögræði, sem búið er að fara í gegnum Nd., er í tengslum við þær ráðagerðir, sem eru uppi um það að lækka kosningaraldurinn, breyt. á stjórnarskránni, sem einnig liggur fyrir þingi.

Það var strax á síðasta þingi, er það frv. kom fram, talað um, að eðlilegt væri að lækka önnur aldursmörk, sem nokkuð líkt stæði á um, og það er í samræmi við það, sem lagt er til, að lögræðisaldurinn sé lækkaður úr 21 ári í 20 ár.

Ég held, að ekki þurfi að hafa frekari grg. fyrir þessu, en vil leyfa mér að leggja til, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.