23.10.1967
Sameinað þing: 6. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 2191 í B-deild Alþingistíðinda. (1995)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til athugunar kjörbréf 3. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavíkurkjördæmi, Guðmundar H. Garðarssonar viðskiptafræðings, en eins og fram kemur í bréfi hæstv. dómsmrh. hefur 2. varaþm. Sjálfstfl., Þorsteinn Gíslason skipstjóri, ekki talið sér fært að gegna þingmennsku að þessu sinni, og hefur n. kannað það og fengið á því staðfestingu. Leggur því n. til, að kosning Guðmundar H. Garðarssonar viðskiptafræðings verði tekin gild og kjörbréf hans samþykkt.