06.11.1967
Sameinað þing: 9. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 2192 í B-deild Alþingistíðinda. (1998)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Eins og kynnt hefur verið úr forsetastóli, hefur hv. 2. þm. Reykn., Jón Skaftason, ritað, að hann sé á förum til útlanda, í opinberum erindum m. a., og verði fjarverandi næstu vikur. Óskað er eftir því, að 1. varamaður Framsfl. í Reykjaneskjördæmi, Valtýr Guðjónsson útibússtjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.

Kjörbréfanefnd hefur athugað þau skjöl, sem fylgt hafa í þessu efni og hefur ekkert við þau að athuga, og leggur til, að kosningin verði metin gild og kjörbréfið samþykkt.