15.02.1968
Sameinað þing: 39. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 2204 í B-deild Alþingistíðinda. (2040)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Emil Jónsson, hv. 3. þm. Reykn., hefur óskað eftir því að mega hafa fjarvist af þingi a. m. k. um tveggja vikna skeið og óskar þess enn fremur, að varamaður flokksins í Reykjaneskjördæmi, annar í röðinni, Stefán Júlíusson rithöfundur, taki sæti í fjarveru hans. En svo stendur á, að 1. varamaður Alþfl. í Reykjaneskjördæmi getur ekki sinnt störfum á Alþ. og hefur sent skeyti þar að lútandi til Alþ. og það skeyti liggur hér fyrir.

Kjörbréf Stefáns Júlíussonar liggur hér fyrir. Kjörbréfanefnd hafði ekkert við það að athuga og mælir með því, að það verði samþ. og kosning hans tekin gild.