26.02.1968
Neðri deild: 66. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 2205 í B-deild Alþingistíðinda. (2045)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (BGr):

Borizt hefur eftirfarandi bréf:

„Þar sem ég get ekki sinnt þingstörfum næstu tvær vikur vegna sérstakra anna heima fyrir, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Austurlandskjördæmi, Tómas Árnason hrl., taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Vilhjálmur Hjálmarsson,

5. þm. Austf.“

Fjarvistarleyfi er að sjálfsögðu veitt. Tómas Árnason hefur setið áður á þessu þingi, og býð ég hann velkominn aftur.