19.03.1968
Sameinað þing: 45. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 2208 í B-deild Alþingistíðinda. (2055)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til athugunar kjörbréf Eyjólfs Konráðs Jónssonar ritstjóra, Reykjavík, 1. varaþm. Sjálfstfl. í Norðurl. v., en eins og kom fram í skeyti, sem forseti las hér upp áðan, hefur Pálmi Jónsson, 4, þm. Norðurl. v., óskað eftir því, að varaþm. tæki sæti hans hér á Alþ. Kjörbréfanefnd mælir með því, að kosningin verði tekin gild og kjörbréfið samþ.