04.03.1968
Neðri deild: 68. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 205 í C-deild Alþingistíðinda. (2244)

48. mál, loðdýrarækt

Birgir Finnsson:

Herra forseti. Ég er hlynntur því, að loðdýrarækt verði á ný hafin hér á landi, a.m.k. á nokkrum tilraunabúum. Hins vegar tel ég, að lög um þá starfsemi þurfi að innihalda ýtarlegri ákvæði en þau, sem felast í frv. á þskj. 50. Þess vegna greiði ég atkv. með þeirri till. að vísa málinu til ríkisstj. í trausti þess, að hún láti semja ýtarlegt og vandað frv. um málið og leggi það síðan fyrir Alþingi. Segi ég því já.